Ættartala

Hverra manna ert þú?

Ættartala

Mosaættin - afkomendur Önnu Kristófersdóttur og Jóns Bjarnasonar - PDF (athugið; tekið saman 2008).


Kristófer Þorvarðsson f. 30.10.1854. D.05.05.1893 F. í Holti undir Eyjafjöllum. Var í Holtastað, Holtasókn, Rang. 1860. Bóndi og póstur á Breiðabólstað á Síðu. Drukknaði í Svínadalsvatni.

Rannveig Jónsdóttir f. 20.12.1860 D.12.2.1939 F. í Mörk á Síðu. Gift 01.08.1878 Húsfreyja á Breiðabólstað á Síðu. Ekkja í Hörgsdal, Prestbakkasókn, V- Skaft. 1910. Húsfreyja Dalshöfða, Prestbakkasókn, V-Skaft. 1930.

Börn þeirra:

a) Þorvarður Kristófersson - 29.8.1878-30.10.1878

b) Sigríður Kristófersdóttir - 7.10.1879-11.5.1966 - Ættartala (pdf)

c) Þorvarður Kristófersson - 17.1.1881-18.3.1958 - Ættartala (PDF)

d) Jón Kristófersson - 31.12.1882-24.5.1883

e) Jón Kristófersson - 9.6.1883-7.2.1953 - Ættartala (pdf)

f) Ólafur Kristófersson - 8.6.1885-17.1.1918 - Ættartala (pdf)

g) Valgerður Kristófersdóttir - 10.9.1886-10.10.1886

h) Kristófer Kristófersson - 19.4.1888-5.11.1970 - Ættartala (pdf)

i) Einar Kristófersson - 16.5.1889-8.12.1890

j) Friðrik Kristófersson - 8.5.1890-25.5.1974 - Ættartala (pdf)

k) Anna Kristófersdóttir - 15.4.1891-27.1.1967 - Ættartala (PDF)

l) Jakob Kristófersson - 7.8.1892-9.10.1909

m) Kristjana Kristófersdóttir - 6.11.1893-2.6.1915

Athugið að niðjatölin eru ekki samræmd og því nokkur breytileiki í framsetningu á milli þeirra. Tekið saman í aðdraganda ættarmóts Rannveigar Jónsdóttur og Kristófers Þorvarðarsonar sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri 26. júlí 2008.

Jón & Anna með 7 systkin ásamt Rannveigu ömmu.

Frá vinstri: Bjarni, Ragnar, Jón Bjarnason (heldur á Kristófer), Anna (heldur á Önnu Kristínu), Rannveig (heldur á Sigrúnu), Kristjana og Helga.

Anna Kristófersdóttir

Málverkið af Jóni Bjarnasyni

Í stofunni í Mosahúsinu er eftirmynd af ættföðurnum Jóni Bjarnasyni. Myndina málaði Sigurður Sigurðarson af tengdaföður sínum. Siggi var eiginmaður Önnu Stínu.

Upprunalega myndin, sem er olíumálverk, er í eigu Mosafélagsins en hún var keypt á sínum tíma af erfingjum Önnu Stínu og Sigurðar.