IMG_1219.JPG

Félagið heitir Sameignarfélagið Mosar. Heimili og varnarþing er að Mosum í landi Geirlands, Kirkjubæjarhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.

Núverandi stjórn Mosafélagsins skipa:

Björn Ingi Rafnsson, formaður, sími: 567-5653 og 824-6213, netfang: bir [hjá] parlogis.is

Anna Halldórsdóttir, ritari, netfang: anna.halldorsdottir [hjá] gmail.com

Ásta Björk Björnsdóttir, gjaldkeri, netfang: koparakur [hjá] gmail.com

Varamenn stjórnar kosnir á Mosafundi árið 2012: Sigrún Guðmundsdóttir Fenger (til 2021), Hrafnhildur Helgadóttir (frá 2021) og Tjörvi Bjarnason.

5. stjórn: 1997-2007 Rafn Valgarðsson (formaður), Jón Hrólfur Sigurjónsson (gjaldkeri), Anna Sólmundsdóttir (ritari). Varamenn: Anna Rósa Sigurjónsdóttir og Páll Jónsson.

4. stjórn: 1991-1997 Hermann Jónsson (formaður), Halldór Jónsson (gjaldkeri), Anna Sólmundsdóttir (ritari). Varamenn: Anna Rósa Sigurjónsdóttir og Páll Jónsson.

3. stjórn: 1987-1991 Ólafur Jónsson (formaður), Bjarni Jónsson (gjaldkeri), Anna Jóna Ragnarsdóttir (ritari). Varamenn: Rannveig Jónsdóttir og Páll Jónsson.

2. stjórn: 1979-1987 Páll Jónsson (formaður), Bjarni Jónsson (gjaldkeri), Anna Jóna Ragnarsdóttir (ritari). Varamenn: Ólafur Jónsson og Rannveig Jónsdóttir

1. stjórn: 1977-1979 Ólafur Jónsson, Bjarni Jónsson, Páll Jónsson.

Samþykktir fyrir Sameignarfélagið Mosar

1. gr.
Félagið heitir Sameignarfélagið Mosar. Heimili og varnarþing er að Mosum í landi Geirlands, Kirkjubæjarhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.

2. gr.
Aðilar að samþykktinni eru börn og uppeldisbörn Önnu Kristófersdóttur og Jóns Bjarnasonar frá Hörgsdal á Síðu, er síðar bjuggu að Mosum:

Ragnar Jónsson, Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði
Helga Jónsdóttir, Hliðarvegi 29a, Kópavogi
Bjarni Jónsson, Birkihvammi 10, "
Anna Kristín Jónsdóttir, Fögrubrekku 5, "
Kristófer Jónsson, Hringbraut 83, Keflavík
Jakob Jónsson, Faxabraut 17, "
Ólafur Jónsson, Grænutungu 7, Kópavogi
Hermann G. Jónsson, Heiðarbraut 61, Akranesi
Páll Jónsson, Vík í Mýrdal
Rannveig Jónsdóttir, Birkihvammi 10, Kópavogi
Halldór Jónsson, Álfhólsvegi 183, Kópavogi
Kristjana Jónsdóttir, Bræðratungu 8, "
Ólafía Jónsdóttir, Skólagerði 3, "
Börn/maki Sigrúnar heit. Jónsdóttur, Prestbakkakoti á Síðu.
Rafn Valgarðsson, Holti á Síðu
Anna Jóna Ragnarsdóttir, Lágholti 11, Mosfellssveit
Bára Sólmundsdóttir, Hvolsvelli, Rang.

Við fráfall stofnaðíla að samþykktum þessum skal maki hans eða börn taka við réttindum hans og skyldum, en hafa þó aðeins rétt til að koma þar fram sem einn aðili. Aðrir erfingjar hljóta ekki rétt til þátttöku í sameignarfélagi þessu.

3. gr.
Eignir félagsins eru íbúðarhús það sem þau hjón bjuggu í að Mosum, svo og mannvirki, er rísa kunna á lóðinni og ræktun öll, er þar verður stofnað til, svo og aðrar eignir er aðalfundur samþykkir að félagið festi kaup á eða eignist.

4. gr.
Tilgangur félagsins er að vernda minningu hjónanna Önnu Kristófersdóttur og Jóns Bjarnasonar og auka kynni barna þeirra og annarra afkomenda, m.a. með viðhaldi og rekstri hússins að Mosum og efla hvers konar ræktun á lóðinni, þ.á.m. trjárækt og gera stofnaðilum og ættmönnum þeirra mögulega dvöl á fasteigninni um lengri eða skemmri tíma á hverju ári, enda hafi þeir jafnar skyldur til að halda húsi og lóð í góðu ástandi.

5. gr.
Stjórn félagsins skipa 3 menn; formaður, ritari og gjaldkeri, kosnir á aðalfundi til eins árs í senn. 2 skulu kosnir til vara. Meirihluti stjórnar skuldbindur félagið.

6. gr.
Á afmælisdögum þeirra hjóna, 14. og 15. apríl ár hvert skal halda aðalfund félagsins með eftirfarandi dagskrá:

1. Lagðir fram reikningar sl. árs.
2. Gengið frá áætlun um rekstur og framkvæmdir, ásamt ráðstöfun á afnotarétti og húseigninni á því ári.
3. Kosning stjórnar.

Fundi í sameignarfélaginu Mosar skal boða með minnst 15 daga fyrirvara og eru þeir lögmætir er meir en helmingur aðila mætir.

7. gr.
Breytingar á samþykktum þessum má aðeins gera á lögmætum fundi, ef tveir þriðju viðstaddra fulltrúa eru því samþykkir. Ekki er þó heimilt að leggja félagið niður nema boðað sé til fundar á ný með minnst mánaðar fyrirvara og þá samþykkt með sama atkvæðamagni að slíta félaginu.

Verði samþykkt að leggja félagið niður skal selja eignir þess og andvirði þess renna til landgræðslu eða skógræktar í Skaftafellssýslu.

Þannig samþykkt á aðalfundi 14. apríl 1977 og aðalfundi 14. apríl 1979.

Upprunalegt skjal með samþykktum - pdf

 

„Tilgangur félagsins er að vernda minningu hjónanna Önnu Kristófersdóttur og Jóns Bjarnasonar og auka kynni barna þeirra og annarra afkomenda…“

— Úr samþykktum Mosafélagsins