Húsið

olar.jpg

Hvað er á Mosum?

  • Alls geta á bilinu 15-20 manns gist í Mosahúsinu með góðu móti.

  • Forstofa með fatahengi, hol með búrskáp, ísskáp og þvottavél.

  • Baðherbergi með sturtu.

  • Rúmgott eldhús með flestum nauðsynlegum tækjum og borðbúnaði fyrir um fimmtán manns. Gasgrill er geymt í geymsluskúr.

  • Stofa með svefnsófum fyrir fjóra.

  • Rúmgott svefnherbergi fyrir fimm til sex eftir stærð. Einnig barnaferðarúm.

  • Minna svefnherbergi fyrir tvo en að auki er þar barnarúm.

  • Risloft. Rúmstæði fyrir fjóra og aukadýnur fyrir fjóra.

  • Sængur og koddar eru í húsinu er samsvara rúmstæðum. Ekki eru sængur í barnarúmum.

  • Í Mosahúsinu er sjónvarp og útvarp.

Ekki fylgir húsinu neitt annað sem að snýr að daglegu amstri svo sem sængurfatnaður, salernisrúllur og svo framvegis utan við þvegla til ræstingar. Í húsinu er ekki hitaveita en kalt vatn er hitað með rafmagni (hitakútur er inni á baði). Rafmagnskynding er í Mosahúsinu og er hún í gangi allt árið um kring. Er fólk hvatt til að kynna sér frágangsreglur hússins við brottför.

stofa.jpg

Öryggismál

Mosafélagið setur öryggi þeirra sem gista á Mosum í öndvegi. Reykskynjarar eru í forstofu og allri svefnaðstöðu. Slökkvitæki í forstofu og á háalofti. Þakgluggi er á háalofti sem að auðvelt er að nota sem flóttaleið. Rafmagnstafla er á gangi fyrir framan stigann og vatnsinntak er fyrir utan glugga í forstofu (rétt við garðslönguna). Mosahúsið er skráð hjá Neyðarlínunni en utan á húsinu, við hliðina á útiljósinu, er skjöldur með neyðarnúmeri sem gefa skal upp í neyð ef hringt er í símanúmerið 112.

mosar_kylli_1.jpg

Utan húss

Rúmgóður geymsluskúr er á lóðinni með leikföngum og öllum þeim tækjum sem að býli þarf að eiga til viðhalds lóðar og girðinga. Gasgrill er við húsið. Sandkassi, rólur, barnahús, rúmgott svæði til boltaleikja að ógleymdun skóginum sem að geymir endalausa möguleika til ævintýraferða. Hellulögð sólrík stétt með tréborði er við húsið - í góðu skjóli. Í bollanum sem er neðarlega í lóðinni er gott að hvílast á heitum dögum.

Í Kyllabrekkunum vestan við húsið er myndarleg skógrækt sem stunduð hefur verið síðustu áratugi af Mosaættinni. Þar er góður göngustígur sem endar uppi á Kylla en gestir eru minntir á að fylgjast vel með börnunum þegar nær dregur fjallstoppnum! Nánari upplýsingar um skógræktina er að finna hér.